Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Fyrir nokkrum dögum síðan hófst jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg, þessi jarðskjálftahrina er svo langt frá landi að þetta er á því svæði þar sem Reykjaneshryggurinn endar og norður-atlanshafshryggurinn tekur við. Það er nærri því vonlaust að komast að því hvað er að gerast á þessu svæði núna, hinsvegar benda gögnin til þess að þarna sé hugsanlega eldgos í gangi og líklega sé þetta stórt eldgos. Ég vill ekki giska á hversu stórt þetta eldgos gæti verið, þar sem ekki er hægt að staðfesta neitt án frekari gagna.

Jarðskjálftavirknin hefur verið áhugaverð, stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 5,5 (EMSC upplýsingar). Stærðir annara jarðskjálfta hafa verið, jarðskjálfti með stærðina 4,9 (EMSC upplýsingar), jarðskjálfti með stærðina 5,0 (EMSC upplýsingar), jarðskjálfti með stærðina 4,9 (EMSC upplýsingar).

Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi, þar sem að fjarlægðin er hinsvegar ~1100 km frá landi þá er ekki hægt að segja til nákvæmlega hvað er að gera á þessu svæði. Hafsvæðið þarna er rúmlega 4 km djúpt og því mun þessi virkni ekki sjást á yfirborði sjávar ef þarna er eldgos í gangi. Þarna eiga sér einnig stað margir litlir jarðskjálftar sem mælast ekki vegna fjarlægðar frá næsta jarðskjálftamælaneti.