Djúpir jarðskjálftar í rótum Eyjafjallajökuls

Í dag (30-Júní-2016) kom fram nokkrir jarðskjálftar í rótum Eyjafjallajökuls að ég held. Mesta dýpið sem kom fram var 14,3 km og mesta stærð jarðskjálfta sem kom fram var 1,1 en aðrir jarðskjálftar voru með stærðina 0,7.

160630_2055
Jarðskjálftarnir í rótum Eyjafjallajökuls (þrjár gulu doppunar á myndinni). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðvakerfi Eyjafjallajökuls nær í þessa átt, hinsvegar á þessu svæði eru engir sjáanlegir gígar og líklegt að ef einhverjir gígar hafi verið þarna, þá hafi þeir veðrast niður með tímanum. Ólíkt mörgum eldfjöllum þá hefur Eyjafjallajökull ekki víðtækt sprungukerfi út frá sér, það ætti að takmarka hversu langt kvika getur ferðast frá eldstöðinni, það er að minnsta kosti hugmyndin eins og hún er í dag. Ég er ekki að búast við eldgosi á næstunni frá Eyjafjallajökli. Ef þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram, þá gæti ég þurft að breyta þeim hugmyndum. Ég reikna ekki með að þessi jarðskjálftavirkni haldi áfram og næsta eldgos í Eyjafjallajökli er ekki líklegt fyrr en árið 2199 í fyrsta lagi (miðað við þau módel sem ég nota).

Það er einnig möguleiki á því að þessir jarðskjálftar séu í raun hluti af Vestamannaeyja eldstöðvarkerfinu. Á undanförnum árum hafa djúpir jarðskjálftar átt sér stað í því eldstöðvarkerfi, ekki margir en reglulega hafa komið fram djúpir jarðskjálftar í því eldstöðvarkerfi.