Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (16-Ágúst-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Kötlu. Það urðu bæði jarðskjálftar fyrir og eftir stærsta jarðskjálftann.

160819_1710
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn með stærðina 3,5 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki að sjá á þessari jarðskjálftavirkni að þetta sé tengt kvikuhreyfingum beint. Það er hugsanlegt að gas frá kviku hafi verið að brjóta skorpuna þar sem jarðskjálftavirknin átti sér stað. Enda hafa komið fram vísbendingar í sumar um að jarðhiti sé hugsanlega að aukast í öskju Kötlu tímabundið. Það er hugsanlegt að jarðhitinn muni minnka aftur á næstu mánuðum. Eldgos í Kötlu verða oftast á tímabilinu Júlí til Nóvember en eldgos utan þessara mánaða eru einnig þekkt og verða með nokkur hundruð ára millibili.

160819.155916.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 3,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, nánari upplýsingar eru í tengli hérna að ofan.