Lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum

Þann 18 Ágúst 2016 hófst lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum. Samkvæmt fréttum er þetta mjög lítið jökulhlaup og hefur íshellan eingöngu lækkað um fimm metra síðan 18 Ágúst.

grf.svd.23.08.2016.at.14.51.utc
Órói sem hefur fylgt þessu jökulhlaupi á Grímsvötn SIL stöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta jökulflóð fer í Gígjukvísl samkvæmt Veðurstofu Íslands, eins og staðan er núna þá heldur Veðurstofan að það sé ekki nein hætta af þessu jökulflóði. Mesta hættan stafar af gasi sem er í jökulvatninu og losnar þegar þrýstingur fellur við það að jökulvatnið kemur undan jöklinum. Engra stórra breytinga er að vænta í Gígjukvísl vegna þess að þetta jökuflóð er mjög lítið.

Fréttir af þessu jökulflóði

Lítið jökulhlaup hafið úr Grímsvötnum (Rúv.is)
Jök­ul­hlaup hafið úr Grím­svötn­um (mbl.is)