Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (26-Ágúst-2016) varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Á þessari stundu er ekki um að ræða stóra jarðskjálftahrinu en í kringum 50 jarðskjálftar hafa orðið. Líkur eru á því að fleiri jarðskjálftar muni koma fram ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram.

160826_1540
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu sést vel á korti Veðurstofunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna hafa orðið nokkrar jarðskjálftahrinur síðan í Júlí og það eru miklar líkur á því þarna verði frekari jarðskjálftavirkni og jafnvel möguleiki á jarðskjálftum sem ná stærðinni 3,0. Ég reikna með að þarna verði einhver jarðskjálftavirkni næstu daga og vikur.