Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (30-Ágúst-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinan varð í öskju Bárðarbungu eins og hefur verið tilfellið undanfarna mánuði. Ekkert bendir til þess að kvika sé á ferðinni eða að eldgos sé yfirvofandi. Þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast spennubreytingum á jarðskorpunni í Bárðarbungu og tengist það eldgosinu í Bárðarbungu árið 2014 til 2015.

160830_1815
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu, grænar stjörnur sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,8 (klukkan 13:33) og síðan 3,4 (klukkan 16:58). Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið eru minni. Ástæða þess að þessir jarðskjálftar eiga sér stað er vegna þess að kvika er að flæða inn í Bárðarbungu á miklu dýpi (meira en 10 km dýpi). Þetta innflæði kviku breytir spennustiginu ofar í jarðskorpunni sem aftur veldur jarðskjálftum. Það má búast við frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu næstu klukkutíma og daga. Þessi tegund af jarðskjálftavirkni hefur verið viðvarandi í Bárðarbungu síðan í September-2015. Ég reikna ekki með því að breyting verði á þessari virkni næstu mánuði.