Jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Kötlu

Í dag (26-September-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Kötlu. Þessi jarðskjálfti var á 0,0 km dýpi sem er óvenjulegt, skekkjumörk eru í kringum +-200 metrar eða meira. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í jarðskjálftahrinu sem hófst í gær (25-September-2016) og var að aukast hægt og rólega í dag og gær þangað til að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað. Flestir af þeim jarðskjálftum sem urðu voru smærri en 1,0 að stærð, nokkrir jarðskjálftar sem voru stærri en 2,0 áttu sér stað. Samtals hafa orðið rúmlega 30 jarðskjálftar á síðustu tveim dögum.

160926_1600
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftahrina átti sér stað aðeins sunnar en þar sem jarðskjálftarnir með stærðina 4,5 og 4,6 áttu sér stað fyrir rúmlega mánuði síðan (grein um þá virkni er hægt að lesa hérna). Það svæði sem er núna virkt var einnig virkt fyrir mánuði síðan en þá komu eingöngu fram litlir jarðskjálftar. Það munstur sem er að koma fram bendir sterklega til þess að tvær sprungur séu hugsanlega að myndast í öskju Kötlu, sú norðari er hátt í 10 km löng en sú syðri er rúmlega 5 km löng. Þetta eru eingöngu getgátur hjá mér byggðar á þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram, ég byggi mínar getgátur á þeirri staðreynd hvernig þessar jarðskjálftahrinur eru að koma fram í Kötlu. Það er ekki hægt að vita hvort að þetta ferli heldur áfram eða ekki.

Skráð saga kötlugosa (síðustu ~1000 ár) segja að Katla gýs oftast á tímabilinu Júlí til loka Nóvember. Aðeins örfá eldgos hafa verið skráð í Janúar og Febrúar. Það eru stór göt í þessum upplýsingum vegna sögulegrar misskráningar, glataðra upplýsinga og annað slíkt. Staðan núna er sú að ekkert bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu en það er alveg ljóst að eldgos verður líklega innan tíu ára.