Smáskjálftavirkni á Íslandi þann 28-September-2016

Hérna er stutt grein um þá smáskjálftavirkni sem hefur átt sér stað á Íslandi þann 28-September-2016. Sumar af þessum jarðskjálftahrinum hófstu fyrir einhverjum dögum síðan og hafa verið í gangi fram til 28-September-2016.

Kolbeinsey

Þetta er stærsta jarðskjálftahrinan í þessu yfirliti. Þann 28-September-2016 varð kröftug jarðskjálftahrina í Kolbeinsey og þar urðu nokkrir jarðskjálftar sem voru með stærðina nokkuð yfir þrjá en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er erfitt að meta raunstærð og dýpi rétt. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Kolbeinsey varð árið 1755 og hefur ekkert eldgos verið skráð síðan. Það geta hinsvegar hafa orðið eldgos þarna án þess að nokkur yrði þeirra var enda er svæðið langt frá landi og mjög afskekkt.

Austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið)

Austan við Grímsey hefur verið lítil jarðskjálftahrina í gangi síðustu daga. Á svæði þar sem er hugsanlega eldstöð. Sú jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi síðustu daga virðist eiga uppruna sinni í flekahreyfingum á þessu svæði en ekki eldstöðvarvirkni, þar sem hreyfing Tjörnesbrotabeltisins á þessu svæði er 20mm á ári, rekhreyfingin á þessu sama svæði er aðeins 5mm á ári. Sjá mynd sem útskýrir þetta allt saman hérna (vedur.is).

160929_0025
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu og í Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Suðurland (Suðurlandsbrotabeltið, SISZ)

Undanfarna vikur hefur lítil jarðskjálftahrina átt sér stað austan við Þjórsárbrú. Þetta hefur verið mjög lítil jarðskjálftahrina og stærstu jarðskjálftarnir aðeins náð stærðinni 2,1. Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina og bendir ekki til þess að stór jarðskjálfti sé á leiðinni. Þetta gætu verið eftirskjálftar af stóru jarðskjálftunum árið 2000 og 2008.

160929_0045
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandi austan við Selfoss. Jarðskjálftahrinan er þar sem rauði bletturinn er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjanesskagi

Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga þann 28-September-2016 nærri Fagradalsfjalli. Þetta var ekki stór jarðskjálftahrina og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,1. Í þessari hrinu urðu 60 jarðskjálftar, þó svo þessi jarðskjálftahrina hafi ekki verið stór í stærð jarðskjálfta þá varð talsverður fjöldi af jarðskjálftum á þessu svæði.

160928_1425
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Örlítið hefur verið um staka jarðskjálfta undanfarið án þess að nokkur frekari virkni eigi sér stað í kjölfarið. Það er ekki alveg ljóst afhverju svona jarðskjálftar verða. Þrátt fyrir að alltaf sé eitthvað um staka jarðskjálfta í hverri viku.