Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (Vika 40)

Í dag (5-Október-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,8 og 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.

161005_1615
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þessar þenslu er innflæði kviku inná grunnt kvikuhófl í Bárðarbungu (~10 km dýpi) frá kvikuhólfi sem er á meira dýpi (20+ km dýpi). Þetta innflæði er að ýta jarðskorpunni sem seig í eldgosinu 2014 – 2015 upp aftur í fyrri stöðu. Þessi þensla mun halda áfram í marga mánuði til viðbótar og hættir kannski ekki fyrr en við næsta eldgos í Bárðarbungu. Þessi þensla hófst í Bárðarbungu í September-2015.