Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkutímana

Í dag (17-Október-2016) og í gær (16-Október-2016) hafa verið jarðskjálftahrinur í Kötlu. Flestir af þeim jarðskjálftum sem urðu voru litlir að stærð, flestir minni en 1,0. Það komu fram þrír jarðskjálftar sem voru stærri en 2,0.

161017_1950

Það kom fram í fréttum í dag að ástæða þessara jarðskjálftavirkni væru breytingar á jöklinum sem væru að valda ísskjálftum vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Ég er ekki sammála þessu mati, þar sem ég mældi stærstu jarðskjálftana á jarðskjálftamælinum sem ég er með í Heklubyggð og þeir jarðskjálftar sýndu skýr merki þess að eiga uppruna sinna í jarðskorpunni. Mínir jarðskjálftamælar eru ekki færir um að mæla ísskjálfta í 56 km fjarlægð. Vandamálið með eldstöð eins og Kötlu er þessi stöðuga jarðskjálftavirkni sem veldur því að fólk fer að hugsa með sér að svona hljóti þetta alltaf að vera og boði ekki endilega nein sérstök tíðindi. Eftir því sem tíminn líður þá fara jarðfræðingar að líta á þetta sem eðlilega hegðun eldstöðvarinnar, þó svo að kannski í raunveruleikanum sé þessi jarðskjálftavirkni langtímaboðar um að stutt sé í eldgos. Ég ætla að minna fólk á að ekkert bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi á þessari stundu, enda hefur skráð saga sýnt að það verða mjög stórir jarðskjálftar þegar kvika fer að brjóta sér leið uppá yfirborðið. Þær rituðu heimildir sem eru skrifaðar í dag segja frá stöðunni eftir að það ferli er hafið (kvika á leiðinni upp til yfirborðs).