Lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina

Þessa stundina, þegar þessi grein er skrifuð er mjög rólegt í jarðskjálftavirkni á Íslandi. Helst að það hafi verið smáskjálftavirkni fyrir norðan og sunnan Ísland en enginn af þeim jarðskjálftahrinum olli jarðskjálftum sem fóru yfir stærðina 3,0. Ég veit ekki hversu lengi þetta rólega tímabil mun vara en það lengsta sem ég man eftir varði í rúmlega fjóra mánuði. Þá var mjög lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þann tíma.

161026_2200
Lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á meðan það er rólegt í jarðskjálftum á Íslandi, þá ætla ég að skrifa nokkrar smásögur og birta á smásögu vefsíðu sem ég er með. Þessar sögur eru á ensku og hægt er að lesa þær hérna.