Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (Vika 43)

Þann 27-Október-2016 klukkan 02:08 og 02:09 urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Stærðir þessara jarðskjálfta voru 3,5 og 3,3. Yfir daginn urðu nokkrir minni jarðskjálftar á svipuðum slóðum (nærri norð-austur hluta öskjunnar).

161027_1610
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þessara jarðskjálfta er sú að kvika er núna að flæða inn í Bárðarbungu djúpt innan úr möttlinum. Það ferli hófst í September-2015 og mun halda áfram þangað til að eldgos verður í Bárðarbungu (eða í nágrenni við Bárðarbungu).

Jarðskjálftinn á Ítalíu

Þar sem ég er búsettur í Danmörku þá mældi ég jarðskjálftann á Ítalíu mjög vel. Ég mældi bæði 5,5 jarðskjálftann og 6,1 jarðskjálftann. Ástæða þess að ég get mælt jarðskjáfltana er sú að ég er eingöngu staðsettur ~1500 km frá Ítalíu.

161026-191800-bovz-psn
Jarðskjálftinn með stærðina 6,1 á Ítalíu. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.