Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Síðustu klukkutíma hafa verið djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu, dýpi þessara jarðskjálfta hefur verið frá 19 km til 11 km. Útbreiðsla þessara jarðskjálfta bendir til þess að um sé að ræða kvikuinnskot sem er aðeins fyrir utan aðal-eldstöðina rétt sunnan við öskju Bárðarbungu.

161129_1950
Djúpu jarðskjálftarnir í Bárðarbungu eru fyrir sunnan öskjuna (bláir/gulir blettir á kortinu). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir djúpu jarðskjálftar benda til þess að kvika sé að streyma inn í eldstöðina á miklu dýpi á síðustu dögum. Aðrar vísbendingar um að þetta hafi verið að gerast hafa komið fram í aukinni jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu undanfarna vikur. Ný kvikuinnskot geta myndast án nokkurs fyrirvara og úr þeim getur gosið, þó er ekki víst að slík eldgos séu mjög langvinn og sum eldgosin gætu jafnvel ekki varað daginn.