Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Kötlu

Í dag (29-Nóvember-2016) klukkan 19:55 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Kötlu. Stærsti eftirskjálftinn var með stærðina 2,7. Ekki hefur komið fram önnur virkni sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara að gerast í Kötlu.

161129_2050
Græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn með stærðina 3,2 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar í Kötlu verða vegna kvikuhreyfinga inn í eldstöðinni í þeim grunnstæðu kvikuhólfum sem þar er að finna. Þessi aukna jarðskjálftavirkni bendir til þess að innstreymi kviku sé líklega að aukast, þarna eru allavegna að eiga sér stað spennubreytingar í eldstöðinni sem valda þessum jarðskjálftum sem eru núna að koma fram núna.