Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Aðfaranótt 12-Desember-2016 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftar verða núna í Bárðarbungu vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir eldgosið sem átti sér stað frá Ágúst-2014 til Febrúar-2015. Eins og undanfarnar vikur, þá er mesta jarðskjálftavirknin í norð-austur hluta Bárðarbungu. Ég veit ekki afhverju það er raunin eins og stendur.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænu stjörnurnar sýna hvar jarðskjálftar með stærðina yfir 3,0 áttu sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina varð í rúmlega einn klukkutíma. Hægari og minni jarðskjálftahrina hefur átt sér stað í Bárðarbunugu undanfarna 10 daga. Ég kalla slíka virkni „hæga jarðskjálftahrinu“ (þetta er hinsvegar ekki vísindalegt heiti, bara mín skoðun), þessa gerð af jarðskjálftahrinum er mun erfiðara að sjá heldur en hefðbundna jarðskjálftahrinur (ég hef ekki séð þetta nefnt í neinum jarðskjálftavísindagreinum ennþá og því er þetta bara mín skoðun). Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,9 (04:10), 3,8 (04:24), 4,2 (04:29). Aðrir jarðskjálftar sem urðu í þessari hrinu voru minni.

Þessi jarðskjálftavirkni verður vegna þessa að kvika er að flæða inn í kvikuhólf Bárðarbungu á miklu dýpi (~10 km) og er að þenja út eldstöðina eftir að hún féll saman í eldgosinu sem hófst í Ágúst-2014 og lauk í Febrúar-2015. Sú þensla sem á sér núna stað er sneggri en nokkurn grunaði þegar hún hófst í September-2015, þar sem reiknað hafði verið með því að Bárðarbunga yrði rólegri í mjög langan tíma eftir svona stórt eldgos.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu eða hvar það verður. Djúpir jarðskjálftar hafa átt sér stað undir Trölladyngju undanfarna mánuði og bendir það til kvikuhreyfinga á miklu dýpi. Síðustu tvö eldgos í Trölladyngju urðu árið 5000 BCE og síðan árið 7100 BCE. Það þýðir að þarna getur gosið aftur en eldstöðin er staðsett innan sprungusvæðis Bárðarbungu. Það er einnig möguleikar á því að eldgos muni eiga sér stað annarstaðar innan sprungusvæðis Bárðarbungu, þessa stundina er búist við því að slík eldgos yrðu einhverstaðar í norð-austur hluta sprungusvæðisins, í átt að Holuhrauni eða í þá átt. Það er nauðsynlegt að muna það að ef kvikan kemst ekki til hliðar þá aukast líkunar á því að kvikan muni leita beint upp og þá meðfram sprunginni í öskju Bárðarbungu. Eitthvað af kviku hefur nú þegar gert það, miðað við nýja jarðhitavirkni í öskjubarminum í Bárðarbungu, kvika nær ekki að valda nýjum jarðhita nema hún sé komin á innan við eins kílómetra dýpi. Þessi kvika virðist ekki hafa náð að gjósa í eldgosinu frá Ágúst-2014 til Febrúar-2015 (hefur ekki verið staðfest hingað til).