Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í morgun (20-Desember-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Fyrsti hluti þessa jarðskjálftahrinu varð klukkan 03:31 og varði til klukkan 03:35 þegar smá hlé varð, síðan komu fram tveir jarðskjálftar klukkan 09:35 þá með tveim jarðskjálftum með stærðina 3,0 og 3,1.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mánudaginn 19-Desemer-2016 urðu nokkrir djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Það bendir til þess að kvika hafi komið inn í eldstöðina af miklu dýpi (úr möttlinum af ~100 til 200 km dýpi). Þetta hefur gerst áður og það má reikna með að þetta muni gerast aftur.