Gleðilegt nýtt ár 2017

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs 2017 og vona að það ár verði gott og hafi ekki alltof marga upp og niðurtíma. Fyrir mér hefur árið 2016 verið mjög erfitt þar sem ég missti bæði afa minn og síðan stjúpföður á þessu ári. Afi minn varð 85 ára gamall og dó úr krabbameini en stjúpföður minn varð bráðkvaddur á miðju sumri en hann varð 57 ára gamall. Þessi andlegu ör sem þessir atburðir skilja eftir sig munu gróa en það mun taka langan tíma fyrir þau ör að dofna.

Ég get ekki sagt að árið 2016 hafi verið rosalega gott fyrir mig. Ég vona hinsvegar að árið 2017 verði betra hjá mér og öllum sem eru þarna úti. Ég óska því öllum gleðilegs nýs árs 2017 og vona að næstu 365 dagar verði góðir hjá fólki.

Áætlun fyrir nýjar greinar

31-Desember: Engar nýjar greinar nema stór jarðskjálftahrina eða eldgos verði.
1-Janúar, 2017: Sama og að ofan.
2-Janúar, 2017: Venjulegar uppfærslur ef eitthvað er að gerast.