Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Þann 5. Janúar 2017 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni í Kötlu á þessum árstíma er mjög sjaldgæf, þar sem venjulega er Katla mjög róleg á þessum árstíma. Þessa dagana virðist vera úti um friðinn.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta var stærsti jarðskjálftinn í lítilli jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í öskju Kötlu þennan dag. Síðan þessi jarðskjálftahrina átti sér stað hefur verið rólegt en slæmt veður hefur einnig verið að trufla mælingar á jarðskjálftum á þessu svæði undanfarna daga og á öllu Íslandi.