Jarðskjálftavirknin í Henglinum

Þann 4 Janúar 2017 varð jarðskjálftahrina í Henglinum og var stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu með stærðina 3,7 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Reykjavík, Selfossi, Hveragerði og nágrenni. Samtals urðu 150 jarðskjálftar í þessari hrinu.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum þann 4. Janúar 2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina varð vegna þess að jarðskorpan er að reka í sundur á þessu svæði og er að síga í leiðinni. Samkvæmt tímaritsgrein frá árinu 1973 (greinin) þá varð stór jarðskjálftahrina á þessu svæði árið 1789 og þá lækkaði Þingvallavatn um heila 63 sm (það er reyndar talið vanmat). Síðustu slíku hrinur urðu líklega á miðri 19 öldinni (hef það þó ekki staðfest) og síðan einhverntímann á fyrri hluta 20 aldarinnar. Svona rek veldur því að rekdalur myndast hægt og rólega, enda er svæðið frá Hveravöllum og langt suður eftir Reykjaneshrygg í reynd einn stór rekdalur, þó svo að slíkt sjáist ekki allstaðar.