Sérstök grein: Jarðskjálftahrina á Ítalíu

Þar sem lítið er að gerast á Íslandi þessa stundina, þá er hérna sérstök grein um jarðskjálftana á Ítalíu.

Í gær (18.01.2017) hófst jarðskjálftahrina á Ítalíu. Forskjálftinn sem varð var með stærðina 5,3 (EMSC upplýsingar) og varð klukkan 09:25, næsti jarðskjálfti var með stærðina 5,7 (EMSC upplýsingar) og fannst þessi jarðskjálfti víða á Ítalíu. Síðan kom hrina af jarðskjálftum með stærðina 4,7 (EMSC upplýsingar), og síðan jarðskjálfti með stærðina 4,6 (EMSC upplýsingar). Stærsti eftirskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina 5,3 (EMSC Upplýsingar) og varð klukkan 13:33:37 (klukkan 14:33:37 staðbundum tíma).


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér á jarðskjálftamælinum mínum í Danmörku. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi.

Þessi jarðskjálftahrina á Ítalíu gæti þýtt að sterkari jarðskjálftar séu yfirvofandi á Ítalíu. Ég hinsvegar þekki ekki jarðfræði þessa svæðis nógu vel til þess að vera viss um það. Ég reikna með jarðskjálftavirkni næstu daga miðað við þann fjölda jarðskjálfta sem á sér stað núna á hverjum klukkutíma.