Lítil jarðskjálftahrina sunnan við Langjökul

Föstudaginn 20-Janúar-2017 varð lítil jarðskjálftahrina sunnan við Langjökul (rétt við Prestahjúk) [Veðurstofan segir norður af Skjaldbreið, en GVP hefur ekki neinar upplýsingar um það svæði]. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 2,8.


Jarðskjálftahrinan við Prestahjúk.Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mér sýnist á öllu að jarðskjálftahrinan sé búin á þessu svæði, þar sem talverður tími er liðinn frá því að síðasti jarðskjálfti átti sér stað á þessu svæði.