Snörp aukning á jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðustu 24 klukkustundirnar þá hefur verið mikil aukning í jarðskjálftum í Kötlu. Þessi aukna virkni hófst í gær með jarðskjálftahrinum í kötluöskjunni, það hefur síðan haldið áfram síðustu klukkutímana með löngum hléum á milli. Þessi jarðskjálftavirkni er vegna þess að kvikan er að reyna brjóta sér leið uppúr eldstöðinni en hefur ekki alveg orkuna í það ennþá. Það er ekki vitað afhverju jarðskjálftarnir verða á 0,1 km dýpi, það er kenning um það að eldstöðin sé orðin svo heit að innan að þar geta ekki lengur orðið jarðskjálftar en það hefur ekki verið sannað ennþá. Hægt er að lesa um kvikukerfi Kötlu hérna og hérna (pdf) á ensku.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 24 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Þessa stundina hafa komið fram í kringum 74 jarðskjálftar. Mig grunar að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni í Kötlu en reikna má með hléum sem vara frá nokkrum klukkutímum yfir í nokkra daga, jafnvel upp í nokkrar vikur. Afhverju þessi hegðun kemur fram veit ég ekki. Það er einnig nauðsynlegt að taka það fram að talsvert hefur komið af jarðskjálftum með neikvætt gildi. Þeir jarðskjálftar koma ekki fram á nýju vefsíðu Veðurstofunnar, en hægt er að sjá þá á gömlu vefsíðu Veðurstofunnar.

Hægt er að fylgjast með breytingum á leiðni í jökulám sem renna frá Mýrdalsjökli hérna. Það þarf bara að smella á eina jökulána sem er fylgst með í kringum Mýrdalsjökul og athuga stöðuna þannig, eftir það er hægt að fylgjast með stöðunni á hinum jökulánum.

Uppfærsla

Þann 24.01.2017 klukkan 11:13 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Kötlu, þessi jarðskjálfti varð á svæði þar sem minni jarðskjálftar höfðu áður átt sér stað. Síðan þessi jarðskjálfti varð hefur dregið aðeins úr jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 24 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er mjög rólegt í Kötlu og ekki margir jarðskjálftar að eiga sér stað. Ég reikna ekki með að þessi rólegheit muni vara mjög lengi, þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist koma í púlsum. Þeir jarðskjálftar sem ég hef náð að mæla eru svokallaðir „hybrid earthquakes“, eða blandaðir jarðskjálftar (nánar hérna, USGS, á ensku). Ég veit ekki hvort að það hafa orðið einhverjir lágtíðni jarðskjálftar í Kötlu ennþá eða mjög lágtíðni jarðskjálftar. Ég reikna með að jarðskjálftavirkni haldi áfram í Kötlu.

Grein uppfærð þann 25.01.2017 klukkan 05:27 UTC.