Jarðskjálftahrina undir Grímsey

Í gær (25.01.2017) varð jarðskjálftahrina beint undir Grímsey. Það gerist ekki oft að jarðskjálftahrinur verði beint undir Grímsey, þrátt fyrir talsverða virkni á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er að nálgast það að verða miðlungs hrina (minn eigin mælieining), það hafa orðið 36 jarðskjálftar þegar þetta er skrifað. Einhverjir jarðskjálftar hljóta að hafa fundist í Grímsey, þó svo að það hafi ekki verið tilkynnt svo að ég viti til. Þeir jarðskjálftar sem hafa orðið eru ekki nægjanlega stórir til þess að valda tjóni, það getur hinsvegar glamrað í glösum og diskum í skápum.


Jarðskjálftahrinan undir Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,8 og 2,7. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð hingað til. Ég tel víst að þessari jarðskjálftahrinu sé ekki lokið ennþá, þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkninni þessa stundina.