Jarðskjálftavirkni eykst í Kötlu á ný

Síðasta sólarhringinn (15 til 16.02.2017), þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Kötlu. Þessi aukning á jarðskjálftum fylgir fyrra munstri og hugsanlegt er að jarðskjálftar með stærðina 3,0 og stærri verði í Kötlu á næstu dögum. Það er þó ekki hægt að segja til um það með neinni vissu. Hérna er ég eingöngu að miða við bestu mögulegu gögn sem ég hef.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú jarðskjálftavirkni sem hefur orðið var ekki kröftug og stærsti jarðskjálftinn var eingöngu með stærðina 2,0. Allir aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Í fyrri jarðskjálftahrinum hefur þetta orðið þannig að lítil jarðskjálftahrina hefst og síðan kemur hlé í nokkra klukkutíma til daga, eftir að því líkur þá hefst jarðskjálftahrina með einum eða fleiri jarðskjálftum með stærðina 3,0 í öskju Kötlu. Ég reikna með að þetta munstur muni endurtaka sig núna. Hvað síðan raunverulega gerist á eftir að koma í ljós.