Jarðskjálftahrina nærri Skjaldbreið

Í gær (22.02.2017) varð jarðskjálftahrina nærri Skjaldbreið (svæði sem er kennt við eldstöðina Presthnjúkar hjá Global Volcanism Program).


Jarðskjálftavirknin nærri Skjaldbreið í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta var lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn aðeins með stærðina 2,2 og það dýpi sem kom fram var frá 18,3 km og upp að 1,1 km. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið núna.