Jarðskjálfti í Bárðarbungu (líklegasta staðsetning)

Í gær (25.02.2017) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu. Af óþekktum ástæðum, þá er Veðurstofa Íslands ekki búinn að staðsetja þennan jarðskjálfta nákvæmlega eða koma með nákvæma stærð þessa jarðskjálfta. Ég áætla út frá útslagi þessa jarðskjálfta á mínum jarðskjálftamælum að stærðina sé á bilinu 3,2 til 3,8. Staðsetningin er einhverstaðar í Bárðarbungu mjög líklega, þar sem ég er bara með tvo jarðskjálftamæla á Íslandi, þá get ég ekki fundið sjálfur út nákvæma staðsetningu á þessum jarðskjálfta. Til þess að fá nákvæma staðsetningu, þá þarf ég að vera með meira en þrjá jarðskjálftamæla.


Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ég mun uppfæra þessa grein þegar nákvæm staðsetning og stærð þessa jarðskjálfta verður ljós hjá Veðurstofu Íslands.

Uppfærsla

Vikulegt jarðskjálftaeftirlit Veðurstofunnar hefur stærð þessa jarðskjálfta sem Mw2,58 og ML3,03.

227 20170225 143125.453 64.64607 -17.35535 0.065 2.58 3.03

Grein uppfærð þann 27.02.2017 klukkan 20:59.