Hugsanlegt kvikuinnskot í Þórðarhyrnu

Í kvöld (05.03.2017) varð hugsanlegt kvikuinnskot í Þórðarhyrnu (eldstöðin er undir Grímsvötnum hjá Global Volcanism Program). Þórðarhyrna er staðsett suð-vestur af Grímsvötnum og síðasta eldgos varð árið 1902 þegar eldstöðin gaus á sama tíma og Grímsvötn (stærð VEI=4), eldgosið þar á undan varð árið (Ágúst 25) 1887 og varði í rúmlega tvö ár (til ársins 1889).


Jarðskjálftavirknin í Þórðarhyrnu í kvöld (rauðu punktanir suð-vestur af Grímsvötnum). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,5 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta mun þróast, þar sem ekki hefur orðið eldgos í Þórðarhyrnu síðan árið 1902. Það eina sem hægt er að gera að er að bíða og sjá hvernig þetta mun þróast í eldstöðinni.