Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í nótt

Í nótt (8-Mars-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,1 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,9. Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænu stjörnunar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á að mestu leiti uppruna sinn í því að kvika er að flæða inn í eldstöðina og valda þenslu. Þessi kvika sem flæðir inn í eldstöðina fer þar inn í kvikuhólf sem eru staðsett einhverstaðar inn í eldstöðinni og núverandi gögn benda til þess að kvika sé að flæða inn í kvikuhólfið sem gaus í Ágúst 2014 til Febrúar 2015. Það hefur dregið undanfarið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og koma núna svona jarðskjálftahrinur eingöngu fram á 2 til 3 vikna fresti núna. Líklegt er að halda muni áfram að draga úr þessari jarðskjálftavirkni ef ekkert gerist (eldgos eða kvikuinnskotsvirkni).