Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli síðustu nótt

Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað í Tungnafellsjökli síðustu nótt (18-Mars-2017). Þeir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru litlir en dýpið var frá 3 til 13 km.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli, norður af Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki alveg ljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í Tungnafellsjökli. Þetta gæti verið kvikuinnskot á talsverðu dýpi eða jarðskorpan að aðlaga sig að breyttu spennustigi vegna þenslu í Bárðarbungu. Það er ekki vitað hvers er í Tungnafellsjökli á þessari stundu. Þetta er fyrsta jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli eftir talsvert hlé.