Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu þann 21-Mars-2017

Í gær (21-Mars-2017) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu og voru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina 3,1 og 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki mikið að segja um þessa jarðskjálftavirkni, þar sem nærri því stöðug jarðskjálftavirkni er núna í Bárðarbungu (fyrir þá sem vilja kynna sér slíkt, þá er hægt að lesa eldri greinar). Þessi jarðskjálftavirkni sem er að koma fram í Bárðarbungu á uppruna sinni í því að kvika er núna að koma upp í eldstöðina af miklu dýpi og það veldur þenslu og jarðskjálftum. Eldgosinu í Holuhrauni lauk þann 27-Febrúar-2015 og þensla hófst í Bárðarbungu í September það sama ár. Það dró aðeins og jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í Febrúar en jarðskjálftavirkni virðist aftur vera farin að aukast. Hvort og þá hvenær þetta veldur eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um.