Örlítil aukning í jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum síðustu mánuði

Síðustu mánuði hefur verið örlítil aukning í jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Þessi aukna jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum bendir sterklega til þess að eldstöðin sé í síðari stigum þess að undirbúa sig fyrir eldgos.


Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum (fyrir miðju). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Grímsvötnum var árið 2011 og var með stærðina VEI=4 og er líklega stærsta eldgos í Grímsvötnum síðustu 140 árin. Ég reikna ekki með að næsta eldgos í Grímsvötnum verði stórt, það er hinsvegar engin leið til þess að segja til um fyrir víst fyrr en eldgos á sér stað. Það eina sem er öruggt er að ekki er langt í næsta eldgos í Grímsvötnum.


Tími milli eldgosa í Grímsvötnum síðan árið 2000, þessi mynd gefur góða hugmynd um tíma milli eldgosa í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan árið 2000 hefur verið eldgos í Grímsvötnum með rúmlega 2200 daga millibili. Það er farið að styttast í þann dagafjölda samkvæmt myndinni að ofan.