Örlítil jarðskjálftavirkni í Hofsjökli

Þann 30 Mars-2017 varð lítil jarðskjálftavirkni í Hofsjökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftavirkni og var stærsti jarðskjálftinn eingöngu með stærðina 1,3 og á dýpinu 4,5 km. Jarðskjálftinn með mesta dýpið var með stærðina 1,0 á 10,1 km dýpi.


Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með neinni frekari virkni í Hofsjökli. Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær síðasta eldgos varð í Hofsjökli en ekki hefur gosið þar síðustu 12.000 ár. Ég veit ekki hvað nýjust rannsóknir um eldgosavirkni í Hofsjökli segja um sögu þessa eldfjalls. Ég fann ekki neinar vísindagreinar um það hvenær síðasta eldgos í Hofsjökli hefði hugsanlega átt sér stað. Ég reikna ekki með neinni frekari virkni en það er alltaf möguleiki á því að það komi fram nokkrir jarðskjálftar í viðbót í Hofsjökli.