Jarðskjálfti með stærðina 4,3 á Reykjaneshrygg í dag (19.04.2017)

Í dag klukkan 12:34 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti fannst í Keflavík og á nálægum svæðum. Hrina eftirskjálfta kom fram í kjölfarið og voru stærstu eftirskjáfltanir með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin rekvirkni sem á sér stað á Reykjaneshrygg og hefur slík jarðskjálftavirkni verið í gangi undanfarnar virkur á Reykjaneshrygg djúpt suður af Íslandi. Það er góður möguleiki á því að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni næstu daga og vikur.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,3 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.