Sterk jarðskjálftahrina í Kötlu í dag (19.04.2017)

Í dag (19.04.2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Kötlu og voru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina 3,0 og 3,1. Þetta er öflugasta jarðskjálftavirkni í Kötlu síðan í Janúar-2017 þegar jarðskjálfti með stærðina 4,3 átti sér stað. Enginn gosórói kom fram í Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Græna stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftanna með stærðina 3,0 og 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þeir jarðskjálftar sem ég mældi á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð sýnir að umrædd jarðskjálftavirkni er blanda af lágtíðni/hátíðni jarðskjálfta. Það þýðir að kvika ber ábyrgð á jarðskjálftahrinu dagsins í Kötlu. Það kom fram í fréttum í dag að umrædd jarðskjálftahrina er að mestu leiti langt frá háhitasvæðum sem er að finna undir Mýrdalsjökli og því er þessi jarðskjálftahrina ekki tengd þeim. Jarðskjálftahrinan í dag varð nærri svæði þar sem gaus síðast árið 1755 og einnig nærri svæði þar sem varð lítið eldgos árið 1955 (komst ekki upp úr jöklinum).


Stærsti jarðskjálftinn í Kötlu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi og nánari upplýsingar er að finna á síðunni CC leyfi.

Þessi jarðskjálftavirkni getur verið vísbending um það hvað mun hugsanlega á leiðinni í Kötlu. Það er þó engin leið til þess að segja til um slíkt með neinni vissu í dag. Þar sem núverandi jarðskjálftavirkni hefur verið í gangi frá Ágúst-2016 að mestu leiti. Hvernig þetta þróast á eftir að koma í ljós, vegna skorts á gögnum er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það hvað gerist næst í Kötlu en nýjustu eldgosagögnin sem íslendingar hafa eru frá árinu 1918 og eru mjög ónákvæm vegna skorts á vísindaþekkingu á þeim tíma.