Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í gær (20-Maí-2017)

Í gær (20-Maí-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,9 og Mw3.8, í kringum 10 jarðskjálftar komu fram í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi jarðskjálftavirkni er öðruvísi en söguleg virkni í Bárðarbungu á tímabilinu 1970 til 1994 þegar það gaus í Gjálp. Fram að þeim tíma höfðu jarðskjálftar með stærðina 5 orðið einu sinni til tvisvar á ári. Sú virkni sem á sér stað núna bendir til þess að kvika sé að safnast hraðar upp í eldstöðinni en á tímabilinu 1970 til 1994. Ég veit ekki afhverju það er raunin.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú breyting hefur orðið á jarðskjálftavirkninni undanfarið að er að jarðskjálftum hefur aðeins fækkað og í staðinn koma stærri og kröftugri jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,8 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,8 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.

Samkvæmt frétt á Global Volcanism Program þá er mesta kvikusöfnunin í Bárðarbungu á 10 km dýpi og ekkert bendir til þess að kvikusöfnun sé að eiga sér stað á minna dýpi. Það er ekki víst að kvikusöfnun þurfi að eiga sér stað á minna dýpi áður en eldgos hefst í Bárðarbungu, þar sem hugsanlegt er að eldgos geti hafist með því að kvikuinnskot fari af stað og valdi eldgosi eins og gerðist í eldgosinu í Holuhrauni (2014 – 2015). Það sem hefur verið staðfest er að kvika er að safnast undir Bárðarbungu þessa stundina og eldstöðin er að þenjast út. Þessi kvikusöfnun mun stoppa eða halda áfram þangað til að nýtt eldgos verður í Bárðarbungu.