Jarðskjálftahrina í Kolbeinsey

Í gær (24-Maí-2017) og aðfaranótt 25-Maí-2017 var jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Stærstu jarðskjálftanir voru með stærðina 3,6 (tveir þannig) og síðan stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Enginn órói kom fram þegar þessir jarðskjálftar áttu sér stað en það útilokar ekki þann möguleika að kvikuinnskot hafi átt sér stað þarna. Hafi kvikuinnskot átt sér stað þarna, þá náði það ekki til yfirborðs. Kolbeinsey er langt frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands og er næsta SIL stöð í rúmlega 25 km fjarlægð en mun lengra er í næstu SIL stöðvar. Þessi fjarlægð gerir mjög erfitt að fylgjast með þessum jarðskjálftum og sjá hvað er að gerst en líklega mundi gosóri koma fram á jarðskjálftamælinum í Grímsey.


Grænu stjörnunnar sýna hvar jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey varð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos á þessu svæði varð árið 1755 en ekki er vitað nákvæmlega hvar það varð, síðasta eldgos sem vitað er hvar varð með einhverri vissu átti sér stað árið 1372 og varð norð-vestur af Grímsey. Það bendir til þess að eldstöðvarkerfi Kolbeinseyjar fari í áttina að Grímsey. Þessa stundina er engin mælanleg jarðskjálftavirkni í Kolbeinsey.