Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í gær (08-Júní-2017) og í dag (09-Júní-2017) hefur verið jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki tengjast eldstöðinni þó svo að hún verði þar, hérna er frekar um að ræða jarðskjálftavirkni vegna reks sem er algengt á Reykjanesskaga.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundaréttu þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina 2,6 og annar stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi en það dró úr henni í nokkra klukkutíma og er jarðskjálftavirknin aftur farin að aukast á ný.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Heklu

Í dag (09-Júní-2017) hefur verið lítil jarðskjálftavirkni átt sér stað í Heklu. Stærsti jarðskjálftinn hafði eingöngu stærðina 1,0 og mesta dýpið sem kom fram var 2,2 km.


Jarðskjálftavirknin í Heklu sem er til hægri á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það getur hinsvegar breyst án mikils fyrirvara. Það er hugsanlegt að eldgosavirknin í Heklu sé vegna gufu eða gas sprengingina í eldstöðinni, allavegna á minna dýpi en það er erfiðara að segja til um það þegar komið er á meira dýpi. Þar er líklegra að um sé að ræða gas frekar en gufu að ræða en einnig gæti verið um kviku að ræða.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu.