Jarðskjálftahrina vestur af Langjökli

Fyrir nokkrum vikum síðan byrjaði jarðskjálftahrina vestur af Langjökli. Sú jarðskjálftahrina hætti síðan en hefur núna tekið sig upp aftur á sama stað og það virðist sem að styrkur þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað sé að aukast. Fyrst þegar jarðskjálftahrinan varð, þá voru stærðir jarðskjálftana oftast í kringum 1,0 en eru núna oftast í kringum 2,0.


Jarðskjálftahrinan vestur af Langjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina hefur öll merki þess að hérna sé um að ræða innanflekajarðskjálftahrinu en staðsetning á þessari jarðskjálftarhinu gerir talsvert erfitt að meta hvort að það sé raunin. Þarna eru ekki merktar inn neinar sprungur sem bendir til þess að ekki hefur orðið stór jarðskjálftahrina á þessu svæði í mjög langan tíma.