Snögg aukning í jarðskjálftum í Tungnafellsjökli

Síðustu daga hefur verið snögg aukning í jarðskjálftum í Tungnafellsjökli. Þar sem ekki hefur orðið neitt eldgos í Tungnafellsjökli síðustu 12.000 árin þá er erfitt að segja til um það hvað er að gerast í eldstöðinni. Þó benda jarðskjálftarnir til þess að hérna sé um að ræða blandaða virkni og tengist því kvikuhreyfingum og síðan spennubreytingum í jarðskorpunni vegna Bárðarbungu. Þetta gerir það mjög flókið að ráða í það hvað er að gerst í Tungnafellsjökli að minnstakosti núna í augnablikinu.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli sem er staðsettur norðan við Bárðarbungu á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem er öðruvísi núna er þessi snögga aukning eftir langan tíma þar sem ekkert hefur verið að gerast í Tungnafellsjökli. Ef hægt er að miða við fyrri jarðskjálftavirkni í þessari eldstöð þá ætti þessi virkni bara að ganga yfir og hægt og rólega að draga úr henni og hefðbundin jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Tungnafellsjökli, hefðbundin jarðskjálftavirkni í þessu tilfelli er yfirleitt engin jarðskjálftavirkni. Ég held að ekkert hafi breyst í eldstöðinni sem slíkri en vegna skorts á gögnum þá er ekki hægt að vera viss um það sé raunin, á þessari stundu hef ég ekki nein sönnunargögn sem benda til einhvers annars. Þetta gæti þó breyst með tímanum, en skortur á eldgosum á sögulegum tíma gefur mikið rými fyrir ágiskanir um að hvað sé í gangi núna.