Vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (12-Júní-2017)

Í dag (12-Júní-2017) var vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin í dag er að mestu leiti ‘hefðbundin’ jarðskjálftavirkni sem hefur verið í gangi í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015. Það hefur verið örlítil aukning í litlum jarðskjálftum í Bárðarbungu undanfarna daga. Þessi aukning í smáskjálftum í Bárðarbungu kemur fram á sama tíma og auking verður í jarðskjálftum í Tungnafellsjökli (frekari upplýsingar um það er að finna í greininni um Tungnafellsjökul).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og Tungnafellsjökli. Græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn með stærðina 3,6 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að breytinga sé að vænta í Bárðarbungu, hinsvegar eru vísbendingar þess efnis í núverandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu um að eitthvað sé að breytast. Hvort að síðan eitthvað verður úr því á eftir að koma í ljós. Það er alveg möguleiki á því að það dragi aftur úr þessari jarðskjálftavirkni og að virknin fari aftur niður á hefðbundin bakgrunnsstig.