Jarðskjálftahrina í Kötlu (18-Júní-2017)

Í dag (18-Júní-2017) varð jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2 og tveir næst stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,8. Dýpið var mælt 0,0 km sem er undir villumörkum Veðurstofu Íslands sem er 300 metrar (upp/niður).


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er nærri því að vera í beina norður-suður átt. Þessa stundina hefur dregið aftur úr jarðskjálftavirkni í Kötlu og engin önnur virkni er að eiga sér stað þessa stundina í Kötlu. Ég veit ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni er hluti af venjulegri sumarvirkni eða hvort að eitthvað meira sé að gerast í Kötlu. Það mun eingöngu koma í ljós með tímanum hvort er raunin.