Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í dag (30-Júní-2017)

Í dag (30-Júní-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina varð í norð-austur hluta Bárðarbungu þar sem mesta virknin hefur verið síðan í September-2015. Þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst í Bárðarbungu. Afhverju þarna er jarðskjálftavirkni að eiga sér stað er óljóst.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálfti þessar jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,6 en næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 og síðan kom jarðskjálfti með stærðina 3,1. Allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera búin í bili en klukkan 22:29 kom fram nýr jarðskjálfti með stærðina 2,7 (eða 2,8).

Jarðskjálfti í Norðursjó (milli Skotlands og Noregs)

Í dag varð jarðskjálfti með stærðina 4,8 (upplýsingar EMSC) í Norðursjó. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn sem ég mæli svona nálægt þeim stað þar sem ég á heima í Danmörku. Þessi jarðskjálfti fannst í Skotlandi og í Hjaltlandseyjum. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Noregi en næsta þorp við þennan jarðskjálfta er aðeins í 195 km fjarlægð.


Jarðskjálftinn í Norðursjó eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Bov í Danmörku. Fjarlægðin er 644 km. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.