Jarðskjálftahrina í Kötlu í gær (13-Júní-2017)

Í gær (13-Júní-2017) varð jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina var minniháttar og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,7 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Einn jarðskjálfti með stærðina 2,5 varð í dag klukkan 16:29 en síðan þá hefur allt verið rólegt í Kötlu. Þetta endurtekna jarðskjálftamunstur bendir til þess að hérna sé um að ræða langtíma undanfara þess að eldgos í Kötlu. Hvenær slíkt eldgos yrði er ekki hægt að segja til um núna en það er mín skoðun að líklegast verður eldgos annað hvort í haust eða snemma á næsta ári (2018). Það verður ekki hægt að fá betri upplýsingar um þessa hegðun Kötlu fyrr en eftir að eldgos hefur átt sér stað.

Uppfærsla 1 – Jarðskjálftavirknin í Kötlu 15-Júlí-2017

Þann 15-Júlí-2017 varð jarðskjálfti í Kötlu með stærðina 3,3 en aðrir jarðskjálftar sem fylgdu í kjölfarið voru smærri að stærð. Aðeins einn jarðskjálfti með stærðina 2,8 hefur komið eftir þessa jarðskjálftavirkni en það var í dag (16-Júlí-2017) klukkan 10:51. Ég náði ekki að mæla þann jarðskjálfta vegna hávaða á jarðskjálftamælinum mínum.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dregið hefur aftur úr jarðskjálftavirkni í Kötlu síðan þessi jarðskjálftavirkni varð.

Grein uppfærð þann 16-Júlí-2017 klukkan 22:29. Nýjum upplýsingum bætt við.