Aukin hætta á jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli

Veðurstofan hefur gefið út að aukin hætta sé á jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli. Samkvæmt Veðurstofunni þá hefur leiðni verið að aukast stöðugt í Múlakvísl síðustu daga og samkvæmt lögreglunni á svæðinu þá er óvenju mikið í Múlakvísl þessa stundina.

Leiðni er núna 290μS/cm í Múlakvísl og er þessa stundina stöðug. Samkvæmt Veðurstofunni bendir það til þess að ketill í Mýrdalsjökli sé líklega að fara að tæmast og það veldur jökulflóði í Múlakvísl.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála á vef Veðurstofunnar um vatnafar.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum.