Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg utan við Eldeyjarboða

Í gær (14-Ágúst-2017) og í dag (15-Ágúst-2017) hefur verið lítil jarðskjálftahrina ekki langt fyrir utan Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Fjarlægðin frá ströndinni er rúmlega 60 km. Á svæðinu er eldstöð sem hefur ekkert sérstakt nafn en er oft kennd við Eldeyjarboða.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg nærri Eldeyjarboða. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,8 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hingað til hafa verið minni að stærð. Það er ennþá möguleiki á því að þessi jarðskjálftahrina aukist frá því sem er núna. Jarðskjálftamælanet Veðurstofunnar á í smá vandræðum með að staðsetja jarðskjálfta rétt á þessu svæði vegna fjarlægðar frá SIL jarðskjálftamælanetinu (~60 km). Síðasta eldgos á þessu svæði varð þann 1-Maí árið 1783 þegar eyja myndaðist og fékk nafnið Nýey (Wikipedia) en eyjan hvarf undir sjó á nokkrum vikum.