Snögg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli

Það hefur orðið snögg aukning í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli undanfarna mánuði. Þessi aukning í jarðskjálftum er sneggri en ég gerði ráð fyrir. Í fyrsta skipti er jarðskjálftavirknin í misgengi (þetta virðist vera misgengi) sem liggur austur og vestur í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (syðst í Vatnajökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil þegar stærðir jarðskjálfta eru skoðaðar, stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,2 og allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Síðasta eldgos í Öræfajökli var árið 1727 og hófst þann 3 Ágúst og lauk 10 mánuðum síðar þann 1 Maí 1727 (+- 30 dagar). Stærð eldgossins 1727 var VEI=4 en til samanburðar þá var eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 einnig VEI=4. Ég veit ekki hvernig þessi virkni muni þróast á næstunni. Ólíkt því sem gerðist í Eyjafjallajökli þá virðist þessi aukning í jarðskjálftum vera mun hraðari í Öræfajökli en í Eyjafjallajökli. Öræfajökull og Eyjafjallajökull eru mjög svipaðar eldstöðvar að uppbyggingu og eldgosastærðum (eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 var einnig VEI=4). Ef að eldgos verður í Öræfajökli þá má reikna með svipuðum flugtruflunum eins og urðu þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010. Eins og staðan er núna þá er engin stórhætta á eldgosi í Öræfajökli þrátt fyrir jarðskjálftavirknina.