Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Öræfajökli

Í dag (03-Október-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti hefur ekki valdið frekari jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta sterkasti jarðskjálftinn í Öræfajökli síðan árið 2005 og fannst þessi jarðskjálfti á nærliggjandi bæjum og ferðamannasvæðum.

Greinin uppfærð klukkan 00:38 þann 4-Október-2017. Veðurstofan uppfærði stærð jarðskjálftans.