Kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu snemma í morgun (18-Október-2017)

Í dag (18-Október-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,8 – 3,9 í Grímsey klukkan 06:00 í morgun og hefur líklega vakið eitthvað af því fólki sem býr í Grímsey af værum svefni. Klukkan 05:01 hafði orðið jarðskjálfti með stærðina 2,9 í Grímsey og síðustu 48 klukkustundirnar hafa orðið 105 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu. Það virðist sem að stærsti jarðskjálftinn hafi verið frekar norðarlega í Grímsey á svæði þar sem enginn býr. Engu að síður varð þessi jarðskjálfti mjög nærri byggð.


jarðskjálftavirknin í Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni hófst á Tjörnesbrotabeltinu þann 05-Október-2017 og skrifaði ég um þá virkni hérna. Síðan þá hefur þessi jarðskjálftavirkni verið stöðugt í gangi þó aðeins hafi dregið úr fjölda jarðskjálfta um tíma. Jarðskjálftinn í morgun endurvirkjaði þessa jarðskjálftahrinu og fjöldi jarðskjálfta jókst umtalsvert í kjölfarið. Síðan um klukkan 19:00 hefur aðeins dregið aftur úr jarðskjálftavirkninni en þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi í Grímsey þegar þessi grein er skrifuð. Hugsanlegt er að þarna verði fleiri sterkir jarðskjálftar.