Jarðskjálftavirkni í suðurhluta öskju Bárðarbungu

Í dag (24-Október-2017) klukkan 14:18 varð jarðskjálfti með stærðina 4,1 í suðurhluta öskju Bárðarbungu. Síðan klukkan 14:54 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á sama svæði í Bárðarbungu auk þess sem nokkrir minni jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem er áhugavert núna er að jarðskjálftavirknin er að eiga sér stað sunnarlega í öskju Bárðarbungu á svæði þar sem sigkatlar hafa myndast undanfarið vegna mikils jarðhita á þessu svæði. Jarðhitinn kemur fram vegna þess að kvika stendur grunnt í jarðskorpunni á þessu svæði. Það gerir þessa jarðskjálftavirkni mjög áhugaverða og skapar hugsanlega möguleika fyrir því að þarna verði eldgos í framtíðinni en eldgos á þessu svæði gæti orðið til mikilla vandræða, jafnvel þó svo að slíkt eldgos mundi eingöngu vara í mjög stuttan tíma, jafnvel ekki meira en nokkra klukkutíma. Helsta hættan kæmi frá jökulflóði sem mundi koma frá þessu svæði í kjölfarið á eldgosi.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er síuð á 4Hz. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Núna er spurning hvort að það kemur fram jarðskjálfti í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Það virðist alltaf verða jarðskjálftavirkni þar í kjölfarið á svona jarðskjálftavirkni í suðurhluta öskju Bárðarbungu. Ég veit ekki afhverju það gerist en það virðist engu að síður vera raunin.