Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli og sýnir ekki nein merki þess að draga sér úr þeirri virkni. Það verða sveiflur í jarðskjálftavirkninni þar sem jarðskjálftavirknin dettur niður í nokkra klukkutíma áður en jarðskjálftavirknin eykst aftur. Þar sem kvikan í Öræfajökli er súr þá virðist þetta vera venjuleg jarðskjálftavirkni fyrir þannig gerð af kviku og súr kvika útskýrir einnig þá jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram í Öræfajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 1,7 og þessa stundina hafa ekki komið fram stærri jarðskjálftar síðustu vikur (síðan jarðskjálftinn með stærðina 3,5 varð í Öræfajökli). Jarðskjálftarnir sem verða jaðrinum eru líklega tilkomnir vegna þenslu í Öræfajökli og valda því að misgengi fara af stað á jaðri Öræfajökuls, hættan af slíkum jarðskjálftum er að mínu mati minniháttar þessa stundina. Ég veit ekki hverning þróunin hefur verið katlinum sem hefur myndast í öskju Öræfajökuls þar sem ég hef ekki séð neinar fréttir eða myndir af þróun katlins undanfarnar vikur.

Styrkir

Ég legg mikla vinnu í þessa vefsíðu. Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann til hliðar eða með því að fara inná styrkir síðuna fyrir bankaupplýsingar. Takk fyrir hjálpina og stuðninginn. 🙂